Hoppa yfir valmynd

Tómatlöguð fiskisúpa með íslenskum þorski

Hefur þú bragðað tómatsúpu með þorski? Súpa sem bragðast jafn vel á hlýjum sumardegi sem á köldu vetrarkvöldi.

Sjá myndband með eldunarleiðbeiningum (enska).

Hráefni – fyrir 4

1 msk jómfrúarólífuolía

1 stór laukur, smáttskorinn

1 rauð paprika, fræhreinsuð og smáttskorin

3 hvítlauksrif, pressuð

1 dós (400 gr) tómatar með bitum

1½ bolli fiskikraftur

Ögn af saffrani

1 þurrkað lárviðarlauf

Tvær 5 cm langar ræmur af sítrónuberki

900 gr roðlaus, íslensk þorskflök

½ bolli fersk basilíka, fínsöxuð

Nýmalaður svartur pipar

 

Leiðbeiningar

1. skref

Hitið ólífuolíuna á stórri pönnu við meðalháan hita. Bætið lauknum og paprikunni við og steikið, veltið í um 10 mínútur eða þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið hvítlauknum við og hrærið í af og til í 1 mínútu eða þar til ilmar.

2. skref

Bætið tómötum við, fiskikrafti, saffrani, lárviðarlaufi og sítrónuberki. Látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið krauma undir loki við lágan hita í 15 mínútur eða þar til súpan hefur þykknað aðeins.

3. skref

Skerið þorskinn í 2-3 cm bita, setjið út í súpuna og eldið, án loks, í 5 mínútur eða þar til fiskurinn er fulleldaður.

4. skref

Stráið saxaðri basilíku yfir og kryddið með pipar. Berið strax fram.