Fyrsta flokks íslenskt sjávarfang
Icelandic vörumerkið er alþjóðlega skráð vörumerki sem nýtur verndar og á sér langa sögu um hágæða íslenskar sjávarafurðir. Undir vörumerkinu Icelandic hefur verið byggð upp áratugalöng þekking og dýrmæt tengsl við markaðssetningu íslenskra sjávarafurða erlendis.
Sjá nánari upplýsingar um vörumerkið og starfsemi hér að neðan.
Hvað er Icelandic
Icelandic er skrásett vörumerki sem stendur fyrir íslenskan uppruna hágæða sjávarafurða.
Lesa meira
Starfsemi
Markmiðið með starfsemi Icelandic Trademark Holding ehf., eiganda Icelandic vörumerkisins, er að vörumerkið stuðli að því að auka verðmæti og auðvelda markaðsaðgengi íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum.
Lesa meira
Fyrir hvað stendur Icelandic
Icelandic vörumerkið stendur fyrir sjálfbærni, íslenskan uppruna og fyrsta flokks gæði.
Lesa meira
Nafnið og sagan
Uppruna Icelandic vörumerkisins má rekja til ársins 1942. Með árunum hefur vörumerkið Icelandic öðlast fastan sess á erlendum mörkuðum sem vörumerki fyrir hágæða íslenskar sjávarafurðir.
Lesa meira
Vörumerkið Icelandic
Icelandic vörumerkið er bæði notað með orðinu „Icelandic” einu og sér sem og með undirtitlinum „Seafood”.
Lesa meira