Stefna og framtíðarsýn
I. Tilgangur Icelandic Trademark Holding ehf.
- Félagið Icelandic Trademark Holding ehf. (ITH) er eigandi vörumerkjanna Icelandic og Icelandic Seafood. Félagið er í eigu íslenska ríkisins en Íslandsstofa hefur umsjón með rekstri þess.
- Stefna ITH er að auka verðmæti og auðvelda markaðsaðgengi íslenskra sjávarafurða og annarra íslenskra útflutningsvara og þjónustu á erlendum mörkuðum á grundvelli gæða, sjálfbærni og uppruna.
- Ávinningur af starfsemi ITH fer í markaðsefni og önnur sérgreind verkefni sem stuðla að því að hámarka verðmætasköpun vörumerkisins.
- Markmið félagsins er að Icelandic vörur séu þekktar sem hágæða vörur og að veitingahús, smásalar og neytendur um allan heim geti reitt sig á gæði þeirra.
II. Vörumerki Icelandic Trademark Holding ehf.
- Vörumerkið Icelandic hóf göngu sína fyrir tæplega átta áratugum sem gæðamerki fyrir íslenskt sjávarfang. Undir merkinu hefur verið byggð upp þekking og dýrmæt tengsl varðandi markaðssetningu sjávarafurða erlendis.
- Vörumerkið hefur sterka stöðu á erlendum mörkuðum og hefur tengsl við íslenska náttúru, gæði og lifandi sögu. Til frambúðar er vörumerkinu ætlað að verða gæðamerki fyrir íslenskar sjávarafurðir og aðrar útflutningsvörur og þjónustu á erlendum mörkuðum.
- Vörumerkið Icelandic stendur fyrir sjálfbærni, íslenskan uppruna og fyrsta flokks gæði.
- Framleiðendur geta nýtt sér þá miklu þekkingu og reynslu sem safnast hefur saman í kringum vörumerkið Icelandic að uppfylltum vissum gæðakröfum sem sé treyst af veitingahúsum, smásölum og neytendum um allan heim.
Skráning vörumerkja ITH
- Vörumerki ITH eru skráð í ýmsum löndum Ameríku, Evrópu og Asíu.
- Nýjar skráningar fara fram í samræmi við:
- fyrirhugaða notkun vörumerkjanna
- helstu áherslumarkaði íslenskra sjávarafurða og tengdra afurða.
- skráningar miðast við kjarnastarfsemi ITH, þ.e. íslenskar sjávarafurðir ásamt tengdum afurðum og þjónustu..
Vernd vörumerkja ITH
- Vöktun á skráningum
- Eftirlit með notkun.
- Orðmerkið Icelandic er eingöngu skráð á Bandaríkjamarkaði.
- ITH andmælir ekki notkun á lýsingarorðinu „icelandic“ nema af notkun þess stafi veruleg ruglingshætta fyrir nytjaleyfishafa.
III. Samstarfsaðilar
Skilyrði sem nytjaleyfishafar ITH þurfa að uppfylla:
- Framleiðsla á sjávarafurðum og tengdum afurðum sem koma úr íslenskri lögsögu og eru laus við mögulega skaðleg aukaefni. Öll framleiðsla og virðiskeðjan í heild verður að vera háð lögmálum um sjálfbærni, samfélagslega ábyrgð og í sátt við náttúru og umhverfið.
- Allir framleiðendur og afurðir þeirra þurfa að uppfylla viðeigandi staðla og reglugerðir.
- Framleiðendur þurfa að uppfylla viðmiðunarreglur um notkun vörumerkja ITH.
- Nytjaleyfishafar þurfa að stunda reglubundið og strangt gæðaeftirlit og skulu afhenda skýrslur þess efnis til ITH. Öll aðfangakeðjan í heild skal einnig vera opin og móttækileg fyrir óreglulegum skoðunum af hálfu ITH eða þriðja aðila.
- Allar umbúðir og pakkningar skulu vera eins umhverfisvænar og kostur er og skulu aðilar stöðugt vinna að því að bæta umhverfisspor í allri virðiskeðjunni.
IV. Samningar Icelandic Trademark Holding ehf.
Leiðarljós við gerð samninga hjá ITH:
- Að samningar félagsins stuðli að aukningu á útflutningi sjávarafurða eða annarra afurða ef við á.
- Að samningar félagsins séu til þess fallnir að tryggja markaðsaðgengi íslenskra fyrirtækja að erlendum mörkuðum.
- Að ávinningur af samningum félagsins renni til þess að styrkja vörumerkið og almenna ímyndaruppbyggingu ef við á.