Hoppa yfir valmynd

Sítrónubleikja í hunangi

Súrsætt bragð í nýjum búningi. Fellur í sérstaklega góðan jarðveg hjá yngstu kynslóðinni.

Sjá myndband með eldunarleiðbeiningum (enska).

Hráefni – fyrir 4

4 litlar appelsínur

1 sítróna

1 msk hunang

3 msk ólífuolía

4 íslensk bleikjuflök (170 gr)

2 msk saxaður graslaukur

smávegis af sjávarsaltsflögum

1 msk matarolía

 

Leiðbeiningar

1. skref

Forhitið grillrist í ofni þannig að hún sé mjög heit. Skerið endana af sítrusávöxtunum. Skrælið. Losið ávaxtabátana með því að skera upp við himnuna sem heldur þeim saman. Kreistið allan safa bæði úr berki og himnum. Setjið bátana í skál með safanum og setjið til hliðar.

2. skref

Blandið saman einni matskeið af ávaxtasafa við matskeið af hunangi og matskeið af ólífuolíu. Þeytið þar til blandað. Dýfið bleikjuflökunum í og veltið upp úr blöndunni. Látið marínerast í a.m.k. 5 mínútur.

3. skref

Hellið því sem eftir er af ólífuolíunni í skálina með sítrusbátunum. Bætið við graslauk og sjávarsalti eftir smekk. Blandið saman.

4. skref

Smyrjið eldfast mót með matarolíu. Takið flökin úr maríneringunni, látið leka af þeim - þarf ekki að þurrka. Fleygið afganginum af maríneringunni. Setjið bleikjuflökin í eldfasta mótið þannig að roðið snúi niður. Kryddið fiskinn með salti (og pipar ef vill) eftir smekk. Setjið í efstu skúffu í ofninum og bakið í u.þ.b. 5 mínútur eða þar til fulleldað. Takið mótið úr ofninum og setjið flökin strax á fat. Hellið nokkrum skeiðum af sósu yfir. Berið afganginn af sósunni fram með.