Fyrirspurn um samstarf
Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að selja afurðir sínar undir Icelandic Seafood vörumerkinu á markaðssvæðum þar sem nytjaleyfi eru laus geta haft samband við Icelandic Trademark Holding ehf. Nytjaleyfishafar ITH hafa með sérstökum samningum rétt á að nota Icelandic vörumerkið á markaðssvæðum sem getið er um í nytjaleyfissamningi. Nytjaleyfishafar vinna á grundvelli viðmiðunarreglna ITH og hafa aðgang að markaðsefni félagsins.
Skilyrði sem nytjaleyfishafar ITH þurfa að uppfylla:
- Framleiðsla á sjávarafurðum og tengdum afurðum sem koma úr íslenskri lögsögu og eru laus við mögulega skaðleg aukaefni. Öll framleiðsla og virðiskeðjan í heild verður að vera háð lögmálum um sjálfbærni, samfélagslega ábyrgð og í sátt við náttúru og umhverfið.
- Allir framleiðendur og afurðir þeirra þurfa að uppfylla viðeigandi staðla og reglugerðir.
- Framleiðendur þurfa að uppfylla viðmiðunarreglur um notkun vörumerkja ITH.
- Nytjaleyfishafar þurfa að stunda reglubundið og strangt gæðaeftirlit og skulu afhenda skýrslur þess efnis til ITH. Öll aðfangakeðjan í heild skal einnig vera opin og móttækileg fyrir óreglulegum skoðunum af hálfu ITH eða þriðja aðila.
- Allar umbúðir og pakkningar skulu vera eins umhverfisvænar og kostur er og skulu aðilar stöðugt vinna að því að bæta umhverfisspor í allri virðiskeðjunni.
Vinsamlegast hafðu samband hafir þú áhuga á samstarfi við Icelandic Trademark Holding ehf.: