Hoppa yfir valmynd

Saltaður íslenskur þorskur með hráskinku

Ísland mætir Miðjarðarhafslöndunum! Bragðlaukar úr tveimur ólíkum áttum sameinast með afbragðs útkomu.

Sjá myndband með eldunarleiðbeiningum (enska).

Hráefni – fyrir 4

700 gr villtur íslenskur saltaður þorskur, útvatnaður

8 sneiðar prosciutto (parmaskinka)

250 gr litlar kartöflur

 

Tómatasósa með bitum

1 laukur, saxaður

2-3 hvítlauksrif, söxuð

1 bolli kjúklingakraftur

2 dósir (400 gr) tómatar með bitum

1 msk tómatpúrra

1 tsk óreganó

½ tsk timían

10 lauf fersk basilíka

Svartur pipar eftir smekk

 

Leiðbeiningar

1. skref

Sjóðið kartöflur. Setjið til hliðar eftir suðu, látið kólna og skerið í fernt.

2. skref

Forhitið ofn í 100°C. Takið fjögur stykki (um 170 gr hvert) af þorski og vefjið skinkunni utan um hvert þeirra (tvær sneiðar á hvert stykki, þannig að þær hylji stykkin alveg). Steikið flökin og kartöflurnar í olíu á pönnu sem festist ekki við þar til báðar hliðar eru brúnaðar. Kryddið með svörtum pipar.

3. skref

Setjið flök og kartöflur í eldfast mót og bakið í ofni í u.þ.b. 25-35 mínútur, eða þar til fulleldað.

4. skref

Saxið laukinn og hvítlaukinn smátt. Léttsteikið í potti. Bætið kjúklingakraftinum við, tómötum, tómatpúrru, óreganó, timían og basilíku. Kryddið með salti og pipar. Látið krauma á meðalháum hita þar til sósan hefur þykknað. Framreiðið annaðhvort með bitum eða maukið með töfrasprota. Bragðbætið með smáræði af hvítvíni við suðu, ef vill.

5. skref

Berið fram flök með steiktum litlum kartöflum og tómatasósu með bitum.