Hágæða hráefni sem nýtur trausts
Vörumerkið Icelandic hefur átt stóran þátt í því að efla vitund um Ísland sem upprunaland hreinna og heilnæmra matvæla sem unnar eru með sjálfbærum hætti. Vörur sem bera Icelandic vörumerkið eru þekktar sem hágæða vörur og njóta trausts hjá hjá veitingahúsum, smásölum og neytendum um allan heim.
Hér fylgja nokkrar uppskriftir að einkar girnilegum fiskréttum og myndbönd sem leiðbeina við matseldina:
Saltaður íslenskur þorskur með hráskinku
Ísland mætir Miðjarðarhafslöndunum! Bragðlaukar úr tveimur ólíkum áttum sameinast með afbragðs útkomu.
Skoða uppskrift
Sítrónubleikja með hunangi
Súrsætt bragð í nýjum búningi. Fellur í sérstaklega góðan jarðveg hjá yngstu kynslóðinni.
Skoða uppskrift
Rjómalagaður íslenskur lax
Lax er ríkur af D-vítamíni og omega-3 fitusýrum, einkar hollur og góður fyrir húð, heila, hjarta og lífið yfirleitt!
Skoða uppskrift
Tómatlöguð fiskisúpa með íslenskum þorski
Hefur þú bragðað tómatsúpu með þorski? Súpa sem bragðast jafn vel á hlýjum sumardegi sem á köldu vetrarkvöldi.
Skoða uppskrift
Bakaður þorskur með konfekttómötum
Þessi réttur er fljótgerður og einfaldur en afskaplega ljúffengur. Það spillir heldur ekki að hann er afar hollur.
Skoða uppskrift
Mataráfangastaðurinn Ísland
Á Íslandi erum við svo lánsöm að eiga nóg af hreinu neysluvatni, óspillta náttúru og gjöful fiskimið. Matararmenning okkar einkennist af fersku hráefni og nýsköpun í bland við gamlar hefðir.
Skoða myndbönd (enska, þýska, franska, spænska, kínverska)