Rjómalagaður íslenskur lax
Lax er ríkur af D-vítamíni og omega-3 fitusýrum, einkar hollur og góður fyrir húð, heila, hjarta og lífið yfirleitt!
Hráefni – fyrir 4
4 íslensk laxaflök (170 gr)
2 tsk jómfrúarólífuolía
2 msk smjör
6 hvítlauksrif, fínsöxuð
1 lítill gulur laukur, í bitum
⅓ bolli þurrt hvítvín
1 bolli sólþurrkaðir tómatar í olíu, hellið olíunni frá
1½ –2 bollar af rjóma
Sjávarsalt og pipar eftir smekk
2 bollar spínatlauf
1⅓ bolli nýrifinn parmesanostur
1 tsk maíssterkja blönduð með 1 msk vatni
1 msk fersk steinselja, söxuð
Leiðbeiningar
1. skref
Hitið olíuna á stórri pönnu við meðalháan hita. Kryddið laxaflökin báðum megin með salti og pipar og steikið á heitri pönnunni þar til góður steikingarlitur er kominn á þau. Takið flökin af pönnunni þegar þau eru tilbúin og setjið til hliðar.
2. skref
Hafið safann áfram á pönnunni og bætið smjöri við. Þegar smjörið hefur bráðnað, bætið hvítlauki við og steikið þar til ilmar. Bætið lauknum við og léttsteikið. Hellið hvítvíninu yfir og sjóðið niður. Þegar mest af hvítvíninu hefur verið soðið niður er sólþurrkuðum tómötum bætt við. Lækkið hitann í meðallágan. Hellið rjómanum yfir, hitið þar til kraumar og hrærið í af og til. Kryddið með salti og pipar.
3. skref
Bætið spínati við og látið malla. Bætið parmesanostinum við og leyfið sósunni að krauma og ostinum að bráðna. Bætið við maíssterkju ef sósan er of þunn.
4. skref
Setjið laxinn á pönnuna og hellið sósunni yfir með skeið. Stráið steinselju, rifnum parmesanosti og spínatlaufum yfir áður en borið er fram.