Vörumerki fyrir hágæða íslenskar sjávarafurðir
Icelandic vörumerkið á sér langa og farsæla sögu um hágæða íslenskar sjávarafurðir. Félagið Icelandic Trademark Holding ehf. (ITH) er eigandi vörumerkjanna Icelandic og Icelandic Seafood. ITH er í eigu íslenska ríkisins en Íslandsstofa hefur umsjón með daglegum rekstri félagins.
Icelandic vörumerkið stendur fyrir gæði og íslenskan uppruna og undir vörumerkinu hefur verið byggð upp áratugalöng þekking og dýrmæt tengsl við markaðssetningu sjávarafurða erlendis.