Hoppa yfir valmynd

Icelandic vörumerkið ~ síðan 1942

Icelandic vörumerkið stendur fyrir gæði og íslenskan uppruna og undir vörumerkinu hefur verið byggð upp áratugalöng þekking og dýrmæt tengsl við markaðssetningu sjávarafurða erlendis.

Vörumerkið

Stefna Icelandic Trademark Holding ehf. er að Icelandic vörumerkið stuðli að því að auka verðmæti og auðvelda markaðsaðgengi íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum á grundvelli gæða, sjálfbærni og uppruna. Markmiðið er að vörur sem bera Icelandic vörumerkið séu þekktar sem hágæða vörur og njóti trausts hjá veitingahúsum, smásölum og neytendum um allan heim.

Vörumerkið

Íslenskur sjávarútvegur

Íslenskur sjávarútvegur hefur lengst af verið okkar öflugasta útflutningsgrein og máttarstólpi í gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. Undir vörumerkinu Icelandic hefur verið byggð upp áratugalöng þekking og dýrmæt tengsl við markaðssetningu sjávarafurða erlendis.

Íslenskur sjávarútvegur

Sælkera sjávarfang

Vörumerkið Icelandic hefur átt stóran þátt í því að efla vitund um Ísland sem upprunaland hreinna og heilnæmra matvæla sem unnar eru með sjálfbærum hætti. Hér má skoða uppskriftir að einkar girnilegum fiskréttum og myndbönd sem leiðbeina við matseldina.

Sælkera sjávarfang