Icelandic vörumerkið ~ síðan 1942
Icelandic vörumerkið stendur fyrir gæði og íslenskan uppruna og undir vörumerkinu hefur verið byggð upp áratugalöng þekking og dýrmæt tengsl við markaðssetningu sjávarafurða erlendis.
![](https://images.prismic.io/icelandic/eb18fd1c-3ef8-431c-804f-121013331a1e_20140413-_D3A4015+-+Copy.jpg?auto=compress%2Cformat&rect=705%2C0%2C2832%2C2832&w=1000&h=1000)
Vörumerkið
Stefna Icelandic Trademark Holding ehf. er að Icelandic vörumerkið stuðli að því að auka verðmæti og auðvelda markaðsaðgengi íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum á grundvelli gæða, sjálfbærni og uppruna. Markmiðið er að vörur sem bera Icelandic vörumerkið séu þekktar sem hágæða vörur og njóti trausts hjá veitingahúsum, smásölum og neytendum um allan heim.